Innlent

Unnur tekur U-beygju og ætlar ekki fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Unnur Brá hvetur Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi til að kjósa fólk sem hafi frelsi einstaklingsins að leiðarljósi.
Unnur Brá hvetur Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi til að kjósa fólk sem hafi frelsi einstaklingsins að leiðarljósi. Alþingi

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hafði stefnt að þingsæti fyrir kosningarnar sem fram fara í haust.

Unnur Brá tók sæti á Alþingi árið 2009 og var þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í átta ár.

„Eins og þið vitið náði ég ekki kjöri árið 2017 og í mínum huga kom því lengi vel ekkert annað til greina en að halda áfram þaðan sem frá var horfið og freista þess að taka aftur öruggt þingsæti á lista flokksins fyrir næstu kosningar. En eftir því sem tímanum vindur fram finn ég að hugurinn hefur einfaldlega leitað annað.“

Hún segist munu sakna þess mest að hitta fólkið sem verði á vegi þingmanna.

„Að njóta þeirra forréttinda að mega eiga erindi inn á vinnustaði og heimili fólks og fá beint í æð hugmyndir og upplýsingar varðandi málefni sem brenna á fólki,“ segir Unnur Brá.

„Um leið og ég óska frambjóðendum flokksins í kjördæminu góðs gengis í komandi prófkjöri vona ég að sjálfstæðismenn beri gæfu til að kjósa til forystu fólk sem hefur frelsi einstaklingsins að leiðarljósi, sameinar okkur og vinnur að því að skapa okkur öllum jöfn tækifæri í þessu kröftuga kjördæmi. Ég þakka stuðningsmönnum mínum fyrir að hafa verið samferða mér og hið ómetanlega traust og trygglyndi sem mér hefur verið sýnt í gegnum tíðina.“

Kæru vinir. Það eru forréttindi að hafa fengið að vinna í umboði kjósenda á Alþingi og ég er af öllu hjarta þakklát...

Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Friday, February 12, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.