Innlent

Viðreisn stillir upp á lista

Sylvía Hall skrifar
Viðreisn auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suður- og Suðvesturkjördæmi.
Viðreisn auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Vísir/Arnar

Þrjú landshlutaráð Viðreisnar hafa ákveðið að nota uppstillingu við skipan á framboðslista. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig skal raðað á lista í tveimur kjördæmum.

Uppstillingarnefnd verður því skipuð og mun hún sjá um röðun í Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Ekki liggur fyrir hvaða leið verður farin í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi.

Flokkurinn auglýsir því eftir áhugasömu fólki.

„Viðreisn gætir fyllsta jafnréttis kynjanna og vill endurspegla fjölbreytni mannlífs í framboðslistum sínum. Stjórn Viðreisnar hefur ákveðið að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að starfa með flokknum og taka sæti á listum hans,“ segir í tilkynningu frá Viðreisn.


Tengdar fréttir

Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×