Kæmi ekki á óvart þótt fastagestir fagni með því að taka lagið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 14:45 Þessi ljósmynd var tekin í byrjun sumars árið 2019 og er af Götubarnum og göngugötunni á Akureyri. Vísir/Vilhelm Kráareigendur mega nú opna staði sína á ný eftir marga mánaða lokun. Einum af eigendum Götubarsins á Akureyri kæmi hreint ekki á óvart þótt einhver fastagestanna fagnaði opnun staðarins með því að spreyta sig á vel sótthreinsuðum flygli. Áfram verður almennt miðað við tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands hafa sóttvarnayfirvöld sagst vilja stíga varfærin skref í átt að opnun í ljósi nýrra afbrigða veirunnar og mikillar útbreiðslu hennar í löndunum í kringum okkur. Aron Elí Gíslason, einn eigenda Götubarsins á Akureyri, er hæstánægður með að geta opnað að nýju eftir margra mánaða lokun. Staðurinn verður opnaður fyrir gestum næsta fimmtudag klukkan fimm. „Eftir fjóra erfiða mánuði þar sem við þurftum að hafa lokað, þá erum við hrikalega ánægð að geta opnað og höldum að fram undan séu bjartir tímar. Vonandi var þetta síðasta lokunin hjá okkur í bili. Það verður bara hrikalega gott að fá fólk í húsið og að starfsfólkið geti fengið að vinna aftur. Við erum mjög jákvæð gagnvart framhaldinu.“ Aron er sannfærður um að gestum götubarsins líði eins. Staðurinn verður opnaður á ný næsta fimmtudag klukkan 17.00. „Ég hugsa að margir gestir hafi saknað þess að geta farið á Götubarinn og fengið sér smá vín. Ég hugsa að það verði ágætt að gera hjá okkur og að þeir sem elski Götubarinn láti sjá sig.“ Það kæmi Aroni hreint ekki á óvart þótt einhver muni taka lagið á fimmtudaginn enda er staðurinn landsþekktur fyrir að vera hálfgerður tónlistarbar þar sem gestir geta látið ljós sitt skína á flyglinum. „Við erum með tvo flygla hérna og oftar en ekki er nú einhver sem heldur uppi stemningunni þannig að ég held að það verði engin breyting á því núna um helgina.“ Þrátt fyrir að ráðist hafi verið í varfærnar tilslakanir þarf eftir sem áður að gæta vel að sóttvörnum. Aron segir að hugsað hafi verið fyrir öllu og að starfsfólk verði tilbúið í að taka á móti gestum á fimmtudag. „Við búum svo vel að geta skipt staðnum alveg upp í tvö hólf og við ætlum að nýta það og passa að allir starfsmenn verði með grímur og við munum þjóna til borðs og passa upp á að það verði einungis tuttugu manns á staðnum með starfsfólki. Við fylgjum öllum reglum og þrífum alla snertifleti vel.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Akureyri Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. 8. febrúar 2021 00:00 Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Áfram verður almennt miðað við tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands hafa sóttvarnayfirvöld sagst vilja stíga varfærin skref í átt að opnun í ljósi nýrra afbrigða veirunnar og mikillar útbreiðslu hennar í löndunum í kringum okkur. Aron Elí Gíslason, einn eigenda Götubarsins á Akureyri, er hæstánægður með að geta opnað að nýju eftir margra mánaða lokun. Staðurinn verður opnaður fyrir gestum næsta fimmtudag klukkan fimm. „Eftir fjóra erfiða mánuði þar sem við þurftum að hafa lokað, þá erum við hrikalega ánægð að geta opnað og höldum að fram undan séu bjartir tímar. Vonandi var þetta síðasta lokunin hjá okkur í bili. Það verður bara hrikalega gott að fá fólk í húsið og að starfsfólkið geti fengið að vinna aftur. Við erum mjög jákvæð gagnvart framhaldinu.“ Aron er sannfærður um að gestum götubarsins líði eins. Staðurinn verður opnaður á ný næsta fimmtudag klukkan 17.00. „Ég hugsa að margir gestir hafi saknað þess að geta farið á Götubarinn og fengið sér smá vín. Ég hugsa að það verði ágætt að gera hjá okkur og að þeir sem elski Götubarinn láti sjá sig.“ Það kæmi Aroni hreint ekki á óvart þótt einhver muni taka lagið á fimmtudaginn enda er staðurinn landsþekktur fyrir að vera hálfgerður tónlistarbar þar sem gestir geta látið ljós sitt skína á flyglinum. „Við erum með tvo flygla hérna og oftar en ekki er nú einhver sem heldur uppi stemningunni þannig að ég held að það verði engin breyting á því núna um helgina.“ Þrátt fyrir að ráðist hafi verið í varfærnar tilslakanir þarf eftir sem áður að gæta vel að sóttvörnum. Aron segir að hugsað hafi verið fyrir öllu og að starfsfólk verði tilbúið í að taka á móti gestum á fimmtudag. „Við búum svo vel að geta skipt staðnum alveg upp í tvö hólf og við ætlum að nýta það og passa að allir starfsmenn verði með grímur og við munum þjóna til borðs og passa upp á að það verði einungis tuttugu manns á staðnum með starfsfólki. Við fylgjum öllum reglum og þrífum alla snertifleti vel.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Akureyri Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. 8. febrúar 2021 00:00 Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. 8. febrúar 2021 00:00
Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26