Innlent

Leit að mestu lokið í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Pakistanski herinn hefur stýrt umfangsmikilli leit á svæðinu í gær og í dag. Þyrlur hafa verið nýttar við leitina.
Pakistanski herinn hefur stýrt umfangsmikilli leit á svæðinu í gær og í dag. Þyrlur hafa verið nýttar við leitina. Aðsend

Tekið er að rökkva í Pakistan. Klukkan er að ganga níu að kvöldi og því er leit að John Snorra og samferðamönnum hans að mestu lokið í dag. Gert er ráð fyrir að þyrlur muni aftur leita á svæðinu á morgun.

Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið.

Pakistanski miðillinn Arynews greinir frá.

Þeir félagar lögðu af stað upp K2 ásamt syni Ali, Sajid Sapara, á fimmtudagskvöldið. Strax um nóttina lenti Sajid í vanda og snéri við. Þegar hann sá þremenningana síðast um klukkan fimm aðfaranótt föstudagsins voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð en fjallið er 8.611 metra hátt. 

Pakistanski herinn hefur stýrt umfangsmikilli leit á svæðinu í gær og í dag. Þyrlur hafa verið nýttar við leitina. Þá hafa gervihnattarmyndir verið notaðar til að reyna að finna John Snorra og félaga.


Tengdar fréttir

Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé á­stæða til að vera bjart­sýn enn þá

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.