Innlent

Slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá starfi slökkvlliðs á vettvangi.
Frá starfi slökkvlliðs á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu hraðar hendur og vinna nú hörðum höndum að því að slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal í Reykjavík. Töluverðan reyk leggur yfir Grafarholtið sem sést víða að á höfuðborgarsvæðinu.

Þær upplýsingar fengust frá slökkviliðinu að kviknað hefði í um sextíu metra rönd og að slökkvistarf gengi vel.

Eins og sjá má lagði töluverðan reyk yfir Grafarholtið sem var sýnilegur víða af höfuðborgarsvæðinu.Vísir/ÓÓJ

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×