Um 100 börn á viku lögð inn með alvarlegan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 10:34 Áætlað er að fjöldi barna sem liggja á sjúkrahúsum með PIMS muni ná hámarki á mánudag. epa/Andy Rain Allt að 100 börn eru nú lögð inn á sjúkrahús í Bretlandi í viku hverri með sjaldgæfan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19. Sjúkdómurinn er mun tíðari meðal minnihlutahópa, sem má mögulega rekja til erfða og/eða bágra aðstæðna. Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira