Svavar lést hinn 18. janúar eftir nokkurra mánaða veikindi en hann hefði orðið sjötiu og sjö ára í júní næst komandi. Eins við og aðrar útfarir þessi misserin voru einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstaddir athöfnina sem var streymt á netinu í dómkirkjunni í gær.
Forsetahjónin og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands voru einnig viðstödd útförina

Í minningarorðum fór séra Elínborg Sturludóttir yfr æskuár Svavars í Dölunum og í Reykjavík sem og farsælan feril hans á ritstjórnarvellinum, á Alþingi og í ríkisstjórn og í stöðu sendiherra.
Það var við hæfi að söfnuðurinn söng Internationalinn með kórnum en málefni verkafólks stóðu Svavari alltaf nærri.
Barnabörn Svavars og Guðrúnar Ágústsdóttur eignkonu hans báru kistu afa síns úr kirkju að athöfn lokinni. Fyrir utan sungu kórfélagar Svandísar dóttur hans og Torfa Hjartarsonar eiginmanns hennar maístjörnuna.