Innlent

Svavar Gestsson jarðsunginn

Heimir Már Pétursson skrifar
Barnabörn Svavars og Guðrúnar Ágústsdóttur eiginkonu hans báru kistu afa síns úr kirkju að lokinni athöfn.
Barnabörn Svavars og Guðrúnar Ágústsdóttur eiginkonu hans báru kistu afa síns úr kirkju að lokinni athöfn. Vísir/Vilhelm

Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Svavar lést hinn 18. janúar eftir nokkurra mánaða veikindi en hann hefði orðið sjötiu og sjö ára í júní næst komandi. Eins við og aðrar útfarir þessi misserin voru einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstaddir athöfnina sem var streymt á netinu í dómkirkjunni í gær.

Forsetahjónin og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands voru einnig viðstödd útförina

Svandís Svavarsdóttir elsta barn Svavars sést hér kveðja föður sinn hinsta sinni.Vísir/Vilhelm

Í minningarorðum fór séra Elínborg Sturludóttir yfr æskuár Svavars í Dölunum og í Reykjavík sem og farsælan feril hans á ritstjórnarvellinum, á Alþingi og í ríkisstjórn og í stöðu sendiherra.

Það var við hæfi að söfnuðurinn söng Internationalinn með kórnum en málefni verkafólks stóðu Svavari alltaf nærri.

Barnabörn Svavars og Guðrúnar Ágústsdóttur eignkonu hans báru kistu afa síns úr kirkju að athöfn lokinni. Fyrir utan sungu kórfélagar Svandísar dóttur hans og Torfa Hjartarsonar eiginmanns hennar maístjörnuna.


Tengdar fréttir

Svavar Gestsson er látinn

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.