Erlent

Hundar björguðu eigendum sínum úr snjóflóði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hundunum tókst að vekja athygli nálægra útivistarmanna sem björguðu fólkinu úr flóðinu.
Hundunum tókst að vekja athygli nálægra útivistarmanna sem björguðu fólkinu úr flóðinu. Getty/Jacob King

Tveimur einstaklingum, sem lentu í snjóflóði í svissnesku Ölpunum, var bjargað eftir að hundarnir þeirra geltu á hjálp. Útivistarfólk sem var statt nærri staðnum sem flóðið féll heyrði í hundinum og tókst að grafa fólkið úr snjónum.

Snjóflóðið féll í Avers dalnum í suðvestur Sviss, nærri ítölsku landamærunum, rétt eftir klukkan þrjú í dag. Fólkið var þar á göngu þegar flóðið féll á það.

„Hundarnir þeirra, sem grófust ekki undir í flóðinu, náðu að vekja athygli með því að gelta hátt,“ sagði svissneska þyrlubjörgunarsveitin Rega í yfirlýsingu.

„Hundarnir náðu athygli útivistarfólks sem voru nokkuð langt í burtu í dalnum og hafði ekki orðið vitni að flóðinu,“ sagði í yfirlýsingunni.

Um fimmtán til tuttugu mínútum eftir að flóðið féll kom útivistarfólkið á vettvang. Handleggir annarrar manneskjunnar sáust og höfðu ekki grafist undir í flóðinu en hin manneskjan var alveg grafin undir. Bæði slösuðust þau, en þó ekki alvarlega, og voru köld. Þau voru flutt á sjúkrahús með þyrlu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.