Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 15:57 Listi Transparancy International nær til opinberrar spillingar. Vísir/Getty Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira