Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 15:57 Listi Transparancy International nær til opinberrar spillingar. Vísir/Getty Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent