Conor McGregor: Stríðinu á milli mín og Khabib er ekki lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:30 Conor McGregor er í flottu formi og mun berjast um helgina. Getty/Steve Marcus Conor McGregor er enn að hugsa um annan bardaga á móti Khabib Nurmagomedov þótt að hann viðurkenni að líkurnar, á slíkum draumabardaga fyrir margra, séu að minnka. McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag. MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag.
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira