Erlent

Rúm­lega tíu þúsund nú látin af völdum Co­vid-19 í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa nú um 519 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð frá upphafi faraldursins.
Alls hafa nú um 519 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Getty/Fredrik Lerneryd

Tilkynnt hefur verið um 351 dauðsfall vegna Covid-19 til viðbótar í Svíþjóð. Þar með hafa nú rúmlega tíu þúsund manns, eða 10.185, látist af völdum sjúkdómsins í landinu frá upphafi heimsfaraldursins.

Kórónuveiran hefur verið sérstaklega útbreidd í Svíþjóð samanborið við önnur ríki á Norðurlöndum. Fyrstu mánuði faraldursins gripu sænsk yfirvöld til mun minni aðgerða borið saman við önnur ríki.

Alls hafa nú um 519 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð frá upphafi faraldursins, að því er fram kemur í frétt SVT.

Karin Tegmark Wisell, deildarstjóri hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði á fréttamannafundi í morgun að talið sé að von sé áframhaldandi fjölgun smita, enda sé veiran enn í mikilli útbreiðslu.

Alls eru um 2.700 manns á sjúkrahúsum í landinu vegna Covid-19 og þar af 365 á gjörgæslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.