Enski boltinn

Klopp var mættur að horfa á Tottenham spila við utandeildarliðið í gær

Ísak Hallmundarson skrifar
Útprentaður Klopp horfir á leik Marine og Tottenham í gær.
Útprentaður Klopp horfir á leik Marine og Tottenham í gær. getty/Martin Rickett

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, brá fyrir á skjánum þegar Tottenham var í heimsókn hjá utandeildarliðinu Marine í FA-bikarnum í gær.

Glöggir áhorfendur hafa þó eflaust fljótlega áttað sig á því að um pappaspjald með mynd af Klopp var að ræða, en knattspyrnustjórinn sjálfur var ekki mættur þar í persónu.

Á meðan útsending á leiknum stóð yfir í gær mátti sjá nokkra stuðningsmenn Marine fyrir aftan girðinguna, en völlurinn er í miðju íbúðahverfi. 

Tottenham vann leikinn á sannfærandi hátt, 5-0, en margir hafa eflaust búist við stærri sigri úrvalsdeildarliðsins þar sem Marine leikur í áttundu efstu deild á Englandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.