Allt mótahald á dagskrá: „Þurfum að passa okkur vel svo að við fáum ekki aftur á okkur keppnis- og æfingabann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 19:46 Það voru fagnaðalæti í Laugardalnum í dag í höfuðstöðvum KKÍ sem og víðar. Stöð 2 skjáskot Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var eðlilega himinlifandi með fréttir dagsins en í dag var tilkynnt að keppni í íslenskum íþróttum má fara af stað á nýjan leik frá og með næsta miðvikudegi. Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira