Sport

Hætti fyrir ellefum árum en er kokhraustur: „Myndi klára Conor í tveimur lotum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oscar de la Hoya.
Oscar de la Hoya.

Boxarinn magnaði, Oscar De La Hoya, segir að hann myndi afgreiða UFC-stjörnuna Conor McGregor ef þeir myndu mætast í boxhringnum í dag. De La Hoya barðist síðast í desember árið 2008 og hætti í apríl 2009.

De La Hoya hafði betur í 39 af 45 bardögunum sem hann barðist í og varð sex sinnum heimsmeistari í veltivigt. Þrátt fyrir að vera orðinn 47 ára gamall segir hann að hann myndi afgreiða McGregor, sem er sextán árum yngri.

„Þetta færi í tvær lotur. Því það var einn hlutur varðandi mig; ég sótti alltaf eftir dauðahögginu,“ sagði De La Haya við hlaðvarpið State of Combet þegar hann var spurður út í það hvernig bardagi þeirra myndi fara.

„Og líttu á Conor; ég elska hann í hringnum, ber virðingu fyrir honum og ég horfi alltaf á hann en að berjast í boxi er allt annað. Þetta er allt önnur saga.“

McGregor hefur áður barist í boxhringnum en hann barðist gegn Floyd Mayweather í ágúst 2017. Eftir þann bardaga lét De La Hoya þá heyra það og sagði að þeir væru vanvirðing við sjálfa íþróttina.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×