Ekki boðleg aðstaða fyrir leiðsögumenn Brjánn Jónasson skrifar 23. júlí 2013 23:45 Leiðsögumenn kvarta yfir skorti á fótaplássi, óþægilegum sætum og því að bílbelti fyrir þá séu oft verri en fyrir aðra farþega. Fréttablaðið/gva Leiðsögumenn telja aðstæður sem þeim eru boðnar upp í rútum á óviðunandi og krefja rútufyrirtækin um úrbætur. Vinnueftirlitið hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að fara yfir vinnuaðstæður í bílum. „Sumar rútur eru einfaldlega allt of þröngar fyrir leiðsögumennina, það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögumennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér,“ segir Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna. „Öryggisbeltin ná oft bara yfir mjaðmirnar í stað þess að vera þriggja punkta,“ segir Örvar. Þá séu sætin, sem oft eru samanleggjanleg, mörg þannig að þau myndu ekki teljast boðleg skrifstofufólki í heilan dag, hvað þá leiðsögumönnum sem hossist um misjafna vegi langa vinnudaga. Þá sé það þreytandi til lengdar að þurfa að halda á hljóðnema til að tala við farþegana, í stað þess að vera með handfrjálsan búnað. Örvar segir einnig óþægilegt að hafa ekki spegla til að sjá farþegna án þess að snúa sér í sætinu. Örvar bendir á að gjarnan sé vel hugsað um aðstöðu bílstjóra, sem sitji margir á sérstökum loftpúðasætum, á meðan leiðsögumennirnir virðist gleymast. „Ég tel að það ætti ekki að vera erfitt að bæta úr þessu. Ef vinnulöggjöfin segir að fólk eigi að hafa mannsæmandi aðstöðu þá verða rútufyrirtækin að laga þetta,“ segir Örvar. „Ég hef fulla trú á því að rútufyrirtækin hafi mikinn áhuga á að breyta aðstöðu leiðsögumanna og koma til móts við kröfur þeirra.“Kannast ekki við kvartanir „Við höfum ekki fengið þessar kvartanir,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Kynnisferða. Hann segir að haldnir séu reglulegir fundir með bílstjórum og leiðsögumönnum og þetta hafi ekki komið upp á þeim fundum. Þórir Garðarsson, talsmaður rútufyrirtækisins Allrahanda, segir rútuflota fyrirtækisins mikið endurnýjaðan og í rútunum sé pláss fyrir leiðsögumenn eins og Evrópustaðlar kveði á um. Í bréfi sem Vinnueftirlitið hefur sent fyrirtækjum í ferðaþjónustu, samtökum atvinnurekenda og stéttarfélögum eru fyrirtæki í ferðaþjónustu hvött til að fara yfir vinnuaðstöðu bílstjóra og leiðsögumanna til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. „Þetta er fyrsta skrefið, en við munum í framhaldinu fara yfir hvað þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Leiðsögumenn telja aðstæður sem þeim eru boðnar upp í rútum á óviðunandi og krefja rútufyrirtækin um úrbætur. Vinnueftirlitið hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að fara yfir vinnuaðstæður í bílum. „Sumar rútur eru einfaldlega allt of þröngar fyrir leiðsögumennina, það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögumennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér,“ segir Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna. „Öryggisbeltin ná oft bara yfir mjaðmirnar í stað þess að vera þriggja punkta,“ segir Örvar. Þá séu sætin, sem oft eru samanleggjanleg, mörg þannig að þau myndu ekki teljast boðleg skrifstofufólki í heilan dag, hvað þá leiðsögumönnum sem hossist um misjafna vegi langa vinnudaga. Þá sé það þreytandi til lengdar að þurfa að halda á hljóðnema til að tala við farþegana, í stað þess að vera með handfrjálsan búnað. Örvar segir einnig óþægilegt að hafa ekki spegla til að sjá farþegna án þess að snúa sér í sætinu. Örvar bendir á að gjarnan sé vel hugsað um aðstöðu bílstjóra, sem sitji margir á sérstökum loftpúðasætum, á meðan leiðsögumennirnir virðist gleymast. „Ég tel að það ætti ekki að vera erfitt að bæta úr þessu. Ef vinnulöggjöfin segir að fólk eigi að hafa mannsæmandi aðstöðu þá verða rútufyrirtækin að laga þetta,“ segir Örvar. „Ég hef fulla trú á því að rútufyrirtækin hafi mikinn áhuga á að breyta aðstöðu leiðsögumanna og koma til móts við kröfur þeirra.“Kannast ekki við kvartanir „Við höfum ekki fengið þessar kvartanir,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Kynnisferða. Hann segir að haldnir séu reglulegir fundir með bílstjórum og leiðsögumönnum og þetta hafi ekki komið upp á þeim fundum. Þórir Garðarsson, talsmaður rútufyrirtækisins Allrahanda, segir rútuflota fyrirtækisins mikið endurnýjaðan og í rútunum sé pláss fyrir leiðsögumenn eins og Evrópustaðlar kveði á um. Í bréfi sem Vinnueftirlitið hefur sent fyrirtækjum í ferðaþjónustu, samtökum atvinnurekenda og stéttarfélögum eru fyrirtæki í ferðaþjónustu hvött til að fara yfir vinnuaðstöðu bílstjóra og leiðsögumanna til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. „Þetta er fyrsta skrefið, en við munum í framhaldinu fara yfir hvað þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira