Innlent

Ísland eftir með sárt ennið

Jakob Bjarnar skrifar
Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir
Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir
Fríverslunarsamningur Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem er í undirbúningi mun skila aðilarríkjum ESB tæplega tuttugu prósenta aukningu í útflutningi. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir að samningarnir muni því miður ekki skila Íslendingum ávinningi eins og staðan er nú.

Emil ritar grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann vekur athygli á viðræðunum; stærsta fríverslunarsamningi sem nokkru sinni hefur verið gerður. Þar kemur meðal annars fram að sænska viðskiptaráðið metur það svo að samningurinn leiði til þess að útflutningur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna aukist um 17%. Auk þess að landsframleiðsla í Svíþjóð aukist aukalega um 0,2% á hverju ári í kjölfar samningsins. Sambærileg hagvaxtaraukning á Íslandi hefði umtalsverð áhrif, segir í greininni. En, vandséð er Ísland muni njóta góðs af þessum samningi, að sögn Emils.

"Eins og núna er, erum við náttúrlega ekki aðilar að þessum samningi. Við þyrftum að vera aðilar að Evrópusambandinu til að geta notið góðs af honum. Það er ljóst að þetta er samningur sem snýr bara að viðskiptum eða lækkun á tollum heldur líka að stækkun markaðssvæðis og því að örva atvinnulífið," segir Emil. Óbein áhrif fyrir Ísland verða því miður hverfandi: "Augljóst er að svona samningur myndi hafa hvetjandi áhrif á allt atvinnulíf og hagvöxt eins og öllum öðrum löndum. Við erum mjög háð því að geta flutt út okkar vörur, eflt atvinnlífið og hvatt til frekari fjárfestinga. Ef við viljum fá hingað fjárfesta þá vilja þeir náttúrlega stærra markaðssvæði. Þetta eru allt rök fyrir því hvort ekki sé rétt að huga að því hvort við eigum ekki samleið með Evrópusambandinu."

Áhrif samingsins gætu orðið mikil fyrir Bandaríkin og 28 ríki sambandsins. Hann gæti leitt til hagvaxtar sem svarar því að ráðstöfunarfé hverrar fjölskyldu aukist um 100 þúsund krónum á ári auk þess sem gera má ráð fyrir 400 þúsun nýjum störfum innan ESB í kjölfar samingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×