Enski boltinn

Hjónabandið hangir á bláþræði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Jewell er niðurbrotinn maður í dag.
Paul Jewell er niðurbrotinn maður í dag.

Paul Jewell, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Derby, vinnur nú hörðum höndum að því að bjarga hjónabandi sínu. Eins og greint var frá á Vísi í gær þá er til klukkustundar kynlífsmyndband þar sem Jewell er í aðalhlutverki ásamt óþekktri konu.

Myndbandið var tekið upp þegar Jewell var stjóri Wigan. Jewell ræddi við eiginkonu sína í gærkvöldi til að reyna að bjarga hjónabandinu en þau tvö hafa verið saman síðan þau voru táningar og eiga saman tvö börn.

Eiginkona Jewell hefur neitað að tjá sig um málið en það sama gerir Adam Pearson, stjórnarformaður Derby. Hann segir þó að fjölskylda Jewell skipti hann miklu máli.

Hér má sjá frétti um málið frá því í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×