Innlent

Eldur í jeppa í Garðabæ

Gissur Sigurðsson skrifar

Eldur kviknaði í jeppa, sem stóð fyrir utan íbúðarhús við Mávanes í Garðabæ um miðnætti. Hann var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Ekki urðu skemmdir á nálægu húsi, eða bílum í grenndinni, en jeppinn er talinn ónýtur.

Eldsupptök eru ókunn. Það var hinsvegar kveikt í rusli inn í nýbyggingu við Ögurhvarf um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. Töluverður reykur hlaust af, en tjón mun vera óverulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×