Innlent

Varað við stormi og snjókomu á höfuðborgarsvæðinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Veðurstofa Íslands býst við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, á suðvesturlandi og á miðhálendinu seint á morgun. Fram kemur á vef veðurstofunnar að austur af Nýfundnalandi sé vaxandi 990 millibara lægð sem fari allhratt norðaustur.

Því sé gert ráð fyrir vaxandi austan- og suðaustanátt á höfuðborgarsvæðinu á morgun með lítilsháttar snjókomu. Vindur verður um 13 til 23 metrar á sekúndu og rigning eða slydda seint á morgun. Hvassast verður við suðvesturströndina. Hægari vindur og þurrt fyrir norðan, en hvessir þar og fer að snjóa um kvöldið. Hlýnandi veður.

Nánari upplýsingar má nálgast á veðurvef Vísis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Suðvestan 8-15 og él, en léttir til á NA-verðu landinu. Hiti um frostmark, en kólnar um kvöldið.

Á þriðjudag:

Snýst í norðaustanátt, 10-15 m/s NV-til síðdegis, annars talsvert hægari vindur. Víða él og heldur kólnandi veður.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 5-10, skýjað með köflum og él á stöku stað. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustanátt og víða dálítil él. Kalt í veðri.

Á föstudag:

Norðanátt og snjókoma eða él N- og A-lands, annars þurrt og bjart að mestu og áfram kalt í veðri.

Á laugardag:

Útlit fyrir hæglætis veður, víða bjart og talsvert frost, einkum til landsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×