Enski boltinn

Henry ekki með á miðvikudag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Thierry Henry verður fjarri góðu gamni þegar Frakkar mæta Englendingum á miðvikudag.
Thierry Henry verður fjarri góðu gamni þegar Frakkar mæta Englendingum á miðvikudag.

Thierry Henry hefur dregið sig út úr franska landsliðshópnum sem mætir Englandi í vináttulandsleik á miðvikudag. Hann meiddist í 4-1 sigri Barcelona á Valladolid á sunnudag.

Karim Benzema, sóknarmaður Lyon, verður ekki heldur með á miðvikudaginn vegna meiðsla. David Trezeguet hjá Juventus og Loic Remy hjá Lens voru kallaður inn í hópinn í þeirra stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×