Enski boltinn

Hættir Lehmann eftir EM?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jens Lehmann á stað sem hann hefur fengið að kynnast vel í vetur, varamannabekknum.
Jens Lehmann á stað sem hann hefur fengið að kynnast vel í vetur, varamannabekknum.

Jens Lehmann segir það koma til greina að leggja skó og hanska sína á hilluna eftir Evrópumótið í sumar. Þessi 38 ára markvörður hefur þurft að verma varamannabekk Arsenal í vetur eftir að hafa misst stöðu sína til Manuel Almunia.

„Ég veit ekki hvað ég mun gera eftir sumarið. Ég spila á Evrópumótinu með Þýskalandi og framhaldið ræðst af því hvort ég fái góð samningstilboð. Ef það gerist gæti ég spilað í tvö ár til viðbótar. Annars þá legg ég skóna á hilluna," sagði Lehmann.

„Það er erfitt að vera varamarkvörður en stundum þarf maður að taka því," sagði Lehmann sem var nálægt því að ganga til liðs við Dortmund í heimalandinu í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×