Enski boltinn

Fjölskylduhátíð hjá Beckham

David Beckham á æfingu enska landsliðsins í kuldanum í London í morgun.
David Beckham á æfingu enska landsliðsins í kuldanum í London í morgun.

Fjölskylda David Beckham verður viðstödd þegar hann leikur líklega sinn hundraðasta landsleik í París á miðvikudag. Victoria kona hans, börnin þrjú, foreldrar hans og frændfólk verða í stúkunni.

England mætir Frakklandi í vináttulandsleik og enskir fjölmiðlar telja líklegast að hinn 32 ára Beckham komi inn sem varamaður í leiknum.

Sjálfur segir Beckham að hann setji stefnuna á fleiri en hundrað landsleiki og hefur Fabio Capello þjálfari sagt að leikmaðurinn gæti leikið stórt hlutverk í undankeppni heimsmeistaramótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×