Hvað breytist í dag? Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 07:04 Margir verða eflaust fegnir að komast í klippingu. Vísir/vilhelm Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira