„Planið er að fara á Elbrus, hæsta tind Evrópu, í ágúst til að bæta fjórða af sjö tindunum við. Þá er ég búin með meirihlutann af þeim,“ segir Halla.
Hún náði á topp Vinson Massif á Suðurskautslandi á aðfangadag en áður hafði hún náð á toppinn á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku.
