Borðaði hálfeldað pasta á suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 11:30 Halla og Harry skemmtu sér konunglega í ferðinni. Myndir/Einkasafn „Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“ Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira