Peyton afhenti Luck kyndilinn 12. janúar 2015 11:00 Peyton óskar Andrew Luck til hamingju með sigurinn í gær. vísir/getty Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl. NFL Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Sjá meira
Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl.
NFL Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Sjá meira