Töldu óþarft að vara við eitri í Fossvogsdal 1. nóvember 2011 22:53 Bæjarstarfsmenn í Kópavogi og borgarstarfsmenn í Reykjavík hafa fiskað upp mikið af rottueitursstautum sem bárust í Fossvogslæk fyrir handvömm í sumar. Fréttablaðið/Valli „Þetta veldur kannski ótta hjá fólki en við töldum ekki þá hættu stafa af þessu að það væri ástæða til að senda út tilkynningu," segir Guðmundur B. Friðriksson, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, um rottueitur sem fyrir misgáning barst í Fossvogslæk. Guðmundur segir að í Fossvogi hátti þannig til að frárennsliskerfið sé tvöfalt þannig að regnvatnið sé aðskilið frá skolpinu. Fyrir mistök hafi í sumar verið settir vaxstaukar með rottueitri í regnvatnsbrunna í hverfinu. Í miklum rigningum síðari hluta september hafi þessir staukar síðan verið að skila sér niður settjörn í dalnum. Ekki var send út viðvörun frá borginni en í síðustu viku var greint frá því á heimasíðu Kópavogsbæjar að starfsmenn bæjarins hefðu þá hreinsað upp 84 eiturstauta úr Fossvogslæk. Guðmundur segir að starfsmenn borgarinnar hafi hreinsað upp rottueitur úr settjörninni og séu ennþá að hreinsa úr brunnunum. Net hafi verið sett fyrir útrásarop í settjörnina. Síðustu daga hafi ekki fundist fleiri eiturstautar. Vonandi sé búið að ná öllu eitrinu. Aðspurður segir Guðmundur litla sem enga hættu stafa af rottueitrinu fyrir menn og gæludýr þeirra. Stautarnir séu ætlaðir í skolplagnir. Eftir að þeir komist í snertingu við sólarljós sé helmingunartími rottueitursins í þeim 2,1 klukkustund. Í læknum og settjörninni hafi stautarnir sokkið til botns þar sem erfitt sé að ná til þeirra. „Það var dýralæknir sem sagði hugsanlegt að tengja þetta við ketti sem hefðu drepist í Fossvogi en sagði þó engar sannanir fyrir því. Ég held að það sé alveg ljóst að kettir sækja ekki í að éta þetta. Það væri ástæða fyrir fólk til að fylgjast með hundum sínum en þeir myndu þurfa að kafa eftir staukunum. Maður hefur heyrt af dæmum úti á landi þar sem hundar hafa étið rottueitur en þá er bara gefið lyf við því," segir Guðmundur og ítrekar að borgarstarfsmenn telji sig hafa hreinsað allt upp úr tjörninni. Tilkynningum um rottur í íbúðarhverfum hefur fækkað verulega. „Við vorum með um fimm hundruð tilkynningar á ári en þær eru um tvö hundruð núna," segir Guðmundur sem kveður rotturnar hins vegar vera að færa sig austar í borginni. Þetta hafi Orkuveitan merkt við skoðun á lögnum sínum. „Við höfum aldrei eitrað austan Elliðaáa eða í Breiðholti en það gæti komið til þess á næstu árum. Það gæti verið að rotturnar séu farnar að færa sig eitthvað austar." gar@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
„Þetta veldur kannski ótta hjá fólki en við töldum ekki þá hættu stafa af þessu að það væri ástæða til að senda út tilkynningu," segir Guðmundur B. Friðriksson, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, um rottueitur sem fyrir misgáning barst í Fossvogslæk. Guðmundur segir að í Fossvogi hátti þannig til að frárennsliskerfið sé tvöfalt þannig að regnvatnið sé aðskilið frá skolpinu. Fyrir mistök hafi í sumar verið settir vaxstaukar með rottueitri í regnvatnsbrunna í hverfinu. Í miklum rigningum síðari hluta september hafi þessir staukar síðan verið að skila sér niður settjörn í dalnum. Ekki var send út viðvörun frá borginni en í síðustu viku var greint frá því á heimasíðu Kópavogsbæjar að starfsmenn bæjarins hefðu þá hreinsað upp 84 eiturstauta úr Fossvogslæk. Guðmundur segir að starfsmenn borgarinnar hafi hreinsað upp rottueitur úr settjörninni og séu ennþá að hreinsa úr brunnunum. Net hafi verið sett fyrir útrásarop í settjörnina. Síðustu daga hafi ekki fundist fleiri eiturstautar. Vonandi sé búið að ná öllu eitrinu. Aðspurður segir Guðmundur litla sem enga hættu stafa af rottueitrinu fyrir menn og gæludýr þeirra. Stautarnir séu ætlaðir í skolplagnir. Eftir að þeir komist í snertingu við sólarljós sé helmingunartími rottueitursins í þeim 2,1 klukkustund. Í læknum og settjörninni hafi stautarnir sokkið til botns þar sem erfitt sé að ná til þeirra. „Það var dýralæknir sem sagði hugsanlegt að tengja þetta við ketti sem hefðu drepist í Fossvogi en sagði þó engar sannanir fyrir því. Ég held að það sé alveg ljóst að kettir sækja ekki í að éta þetta. Það væri ástæða fyrir fólk til að fylgjast með hundum sínum en þeir myndu þurfa að kafa eftir staukunum. Maður hefur heyrt af dæmum úti á landi þar sem hundar hafa étið rottueitur en þá er bara gefið lyf við því," segir Guðmundur og ítrekar að borgarstarfsmenn telji sig hafa hreinsað allt upp úr tjörninni. Tilkynningum um rottur í íbúðarhverfum hefur fækkað verulega. „Við vorum með um fimm hundruð tilkynningar á ári en þær eru um tvö hundruð núna," segir Guðmundur sem kveður rotturnar hins vegar vera að færa sig austar í borginni. Þetta hafi Orkuveitan merkt við skoðun á lögnum sínum. „Við höfum aldrei eitrað austan Elliðaáa eða í Breiðholti en það gæti komið til þess á næstu árum. Það gæti verið að rotturnar séu farnar að færa sig eitthvað austar." gar@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira