Töldu óþarft að vara við eitri í Fossvogsdal 1. nóvember 2011 22:53 Bæjarstarfsmenn í Kópavogi og borgarstarfsmenn í Reykjavík hafa fiskað upp mikið af rottueitursstautum sem bárust í Fossvogslæk fyrir handvömm í sumar. Fréttablaðið/Valli „Þetta veldur kannski ótta hjá fólki en við töldum ekki þá hættu stafa af þessu að það væri ástæða til að senda út tilkynningu," segir Guðmundur B. Friðriksson, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, um rottueitur sem fyrir misgáning barst í Fossvogslæk. Guðmundur segir að í Fossvogi hátti þannig til að frárennsliskerfið sé tvöfalt þannig að regnvatnið sé aðskilið frá skolpinu. Fyrir mistök hafi í sumar verið settir vaxstaukar með rottueitri í regnvatnsbrunna í hverfinu. Í miklum rigningum síðari hluta september hafi þessir staukar síðan verið að skila sér niður settjörn í dalnum. Ekki var send út viðvörun frá borginni en í síðustu viku var greint frá því á heimasíðu Kópavogsbæjar að starfsmenn bæjarins hefðu þá hreinsað upp 84 eiturstauta úr Fossvogslæk. Guðmundur segir að starfsmenn borgarinnar hafi hreinsað upp rottueitur úr settjörninni og séu ennþá að hreinsa úr brunnunum. Net hafi verið sett fyrir útrásarop í settjörnina. Síðustu daga hafi ekki fundist fleiri eiturstautar. Vonandi sé búið að ná öllu eitrinu. Aðspurður segir Guðmundur litla sem enga hættu stafa af rottueitrinu fyrir menn og gæludýr þeirra. Stautarnir séu ætlaðir í skolplagnir. Eftir að þeir komist í snertingu við sólarljós sé helmingunartími rottueitursins í þeim 2,1 klukkustund. Í læknum og settjörninni hafi stautarnir sokkið til botns þar sem erfitt sé að ná til þeirra. „Það var dýralæknir sem sagði hugsanlegt að tengja þetta við ketti sem hefðu drepist í Fossvogi en sagði þó engar sannanir fyrir því. Ég held að það sé alveg ljóst að kettir sækja ekki í að éta þetta. Það væri ástæða fyrir fólk til að fylgjast með hundum sínum en þeir myndu þurfa að kafa eftir staukunum. Maður hefur heyrt af dæmum úti á landi þar sem hundar hafa étið rottueitur en þá er bara gefið lyf við því," segir Guðmundur og ítrekar að borgarstarfsmenn telji sig hafa hreinsað allt upp úr tjörninni. Tilkynningum um rottur í íbúðarhverfum hefur fækkað verulega. „Við vorum með um fimm hundruð tilkynningar á ári en þær eru um tvö hundruð núna," segir Guðmundur sem kveður rotturnar hins vegar vera að færa sig austar í borginni. Þetta hafi Orkuveitan merkt við skoðun á lögnum sínum. „Við höfum aldrei eitrað austan Elliðaáa eða í Breiðholti en það gæti komið til þess á næstu árum. Það gæti verið að rotturnar séu farnar að færa sig eitthvað austar." gar@frettabladid.is Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
„Þetta veldur kannski ótta hjá fólki en við töldum ekki þá hættu stafa af þessu að það væri ástæða til að senda út tilkynningu," segir Guðmundur B. Friðriksson, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, um rottueitur sem fyrir misgáning barst í Fossvogslæk. Guðmundur segir að í Fossvogi hátti þannig til að frárennsliskerfið sé tvöfalt þannig að regnvatnið sé aðskilið frá skolpinu. Fyrir mistök hafi í sumar verið settir vaxstaukar með rottueitri í regnvatnsbrunna í hverfinu. Í miklum rigningum síðari hluta september hafi þessir staukar síðan verið að skila sér niður settjörn í dalnum. Ekki var send út viðvörun frá borginni en í síðustu viku var greint frá því á heimasíðu Kópavogsbæjar að starfsmenn bæjarins hefðu þá hreinsað upp 84 eiturstauta úr Fossvogslæk. Guðmundur segir að starfsmenn borgarinnar hafi hreinsað upp rottueitur úr settjörninni og séu ennþá að hreinsa úr brunnunum. Net hafi verið sett fyrir útrásarop í settjörnina. Síðustu daga hafi ekki fundist fleiri eiturstautar. Vonandi sé búið að ná öllu eitrinu. Aðspurður segir Guðmundur litla sem enga hættu stafa af rottueitrinu fyrir menn og gæludýr þeirra. Stautarnir séu ætlaðir í skolplagnir. Eftir að þeir komist í snertingu við sólarljós sé helmingunartími rottueitursins í þeim 2,1 klukkustund. Í læknum og settjörninni hafi stautarnir sokkið til botns þar sem erfitt sé að ná til þeirra. „Það var dýralæknir sem sagði hugsanlegt að tengja þetta við ketti sem hefðu drepist í Fossvogi en sagði þó engar sannanir fyrir því. Ég held að það sé alveg ljóst að kettir sækja ekki í að éta þetta. Það væri ástæða fyrir fólk til að fylgjast með hundum sínum en þeir myndu þurfa að kafa eftir staukunum. Maður hefur heyrt af dæmum úti á landi þar sem hundar hafa étið rottueitur en þá er bara gefið lyf við því," segir Guðmundur og ítrekar að borgarstarfsmenn telji sig hafa hreinsað allt upp úr tjörninni. Tilkynningum um rottur í íbúðarhverfum hefur fækkað verulega. „Við vorum með um fimm hundruð tilkynningar á ári en þær eru um tvö hundruð núna," segir Guðmundur sem kveður rotturnar hins vegar vera að færa sig austar í borginni. Þetta hafi Orkuveitan merkt við skoðun á lögnum sínum. „Við höfum aldrei eitrað austan Elliðaáa eða í Breiðholti en það gæti komið til þess á næstu árum. Það gæti verið að rotturnar séu farnar að færa sig eitthvað austar." gar@frettabladid.is
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira