Það verður að fækka verkefnum ríkisins 6. ágúst 2011 05:00 Árni Páll Árnason segir að ríkið verði að fækka verkefnum. Mynd/ Stefán. Árni Páll Árnason segir að lengra verði ekki komist í niðurskurði eða skattahækkunum. Skera verði niður þá þjónustu sem ríkið bjóði upp á. Hann gagnrýnir aðila vinnumarkaðarins fyrir að spenna bogann of hátt í kjarasamningum. „Eftir niðurskurðinn komumst við ekki mikið lengra með samdrátt miðað við óbreyttar skilgreiningar á þjónustustigi ríkisins,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll segir að nauðsynlegt sé að komast lengra í endurreisn efnahagslífsins og það verði að gerast sem fyrst. Til þess að svo verði þurfi að endurhugsa hlutverk ríkisins frá grunni. „Það er engum til góðs að ríkisreksturinn veikist þvert yfir og verði illa fær um að gegna því hlutverki sem hann á að gegna. Við verðum að hugsa frá grunni hvað það er sem við eigum að gera, með hvaða hætti við skilgreinum ríkisreksturinn.“ Endurskoða umfangÁrni Páll segir hlutverk ríkisins að sinna ákveðnum kjarnaverkefnum. Öðrum málum eigi að útvista og koma á markað. Markmiðið sé að halda góðri þjónustu og helst að hún verði betri. Umfang rekstrarins þurfi að endurhugsa og það hvað hann kosti. „Það eru margar leiðir til og við þurfum að velta öllu fyrir okkur. Þarf ríkið að vinna öll verkefni sem það sinnir í dag? Við þurfum að skoða hverju væri betur fyrir komið annars staðar. Í því felast einnig tækifæri. Við getum til að mynda stutt við atvinnulífið með því að fela því að sinna stoð- og tækniþjónustu. Ríkið er að sinna upplýsingatækni með eigin starfsfólki. Er það endilega besta leiðin? Við getum búið til fjölbreyttari þjónustumarkað með því að ríkið skilgreini þau verkefni sem það vinnur sjálft og kaupi síðan þá þjónustu sem þarf að auki.“ Árni Páll segir að komið sé að þolmörkum í skattahækkunum og spyr hvort einhverjir skattar séu eftir sem menn treysti sér til að hækka. Það verði menn að hafa í huga þegar horft sé til umfangs ríkisrekstrarins. „Menn ræða gjarnan um að komið sé að sársaukamörkum í niðurskurði. En það er einnig hægt að nefna fjölmörg dæmi um hitt; að það sé bullandi óhagkvæmni í ríkisrekstrinum. Við höfum sameinað stofnanir og ráðuneyti en þurfum að ná meiri árangri í því. Markmiðið er að fækka í stjórnunarstöðum en ekki þeim sem veita þjónustuna.“ Sátt verður að nást um málið, að sögn Árna Páls, og koma vinnunni betur á skrið. Alþingi þurfi að taka betur hugmyndum um sameiningar stofnana til að almenningur fái meira fyrir skattpeningana sína. „Það verða að vera skýr markmið um sameiningar stofnana og við verðum að ætla ráðuneytunum að ná þeim. Þetta verður að vera niðurneglt og ófrávíkjanlegt, menn mega ekki ýta þessu á undan sér. Ráðuneytin verða að standa frammi fyrir því vali að annaðhvort sameini þau stofnanir eða skeri niður þjónustu.“ Óvissa á evrusvæðinuÁrni Páll segir óvissuna á evrusvæðinu auka enn á vanda Íslendinga. Ef erfiðleikarnir haldi áfram hafi það áhrif á útflutning Íslendinga og þá tekjuhlið sem sé grundvöllur ríkisfjármálanna. Betra sé að ganga lengra en skemmra í niðurskurði ríkisútgjalda, það eigi að vera sjálfstætt markmið. Áætlun um niðurskurð verði að vera trúverðug og til lengri tíma. Lönd þar sem efnahagsáætlunin byggi á óvissu lendi í vanda og því þurfi að beita hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður. „Ef erfiðleikar einstakra ríkja leiða til fjármálakreppu hefur það umtalsverð áhrif á okkur. Útflutningur okkar er viðkvæmur fyrir kaupmáttarrýrnun á evrusvæðinu. Við flytjum fyrst og fremst út munaðarvörur. Fiskurinn, ferðalög til Íslands og álið; allt er þetta munaður og við vitum af reynslu undanfarinna ára hvað gerist varðandi munaðarvörur í kreppu. Menn neita sér einfaldlega um þær.“ Horfast í augu við aðstæðurÁrni Páll segir málið tiltölulega einfalt. Tvær leiðir séu til þess að auka kaupmátt og aðeins önnur þeirra virki. „Önnur er að loka bara augunum fyrir staðreyndum, hækka laun þó að ekki sé innistæða fyrir því og auka þannig á verðbólguna og hækka vaxtakjör ríkisins. Hin leiðin, og sú eina rétta, er að horfast í augu við aðstæður og sýna raunveruleg útgjöld. Reksturinn verður síðan einfaldlega að miðast við þau.“ En er Árni Páll með þessum orðum að gagnrýna nýgerða kjarasamninga, sem meðal annars Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði fyrir hönd ríkisins? „ Nei ekki sérstaklega, hins vegar hef ég sagt að með kjarsamningunum í vor hafi boginn verið spenntur of hátt og þeir hafa haft í för með sér mikinn verðbólguþrýsting. Fyrirtæki í aðkrepptum greinum hafa nú þegar velt kostnaðinum út í verðlag, enda hafa þau enga aðra kosti. Þetta er veikleiki sem menn horfðust ekki í augu við. Hvað eiga greinar sem ekki ráða við svona hækkanir, svo sem verslunin, að gera annað en að ýta þessu út í verðlagið? Annaðhvort verður kakan að stækka eða við færum peningana frá einhverjum öðrum. Menn vonuðust til að fá hagvöxt en það verður að afla hans áður en búið er að eyða honum.“ Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Árni Páll Árnason segir að lengra verði ekki komist í niðurskurði eða skattahækkunum. Skera verði niður þá þjónustu sem ríkið bjóði upp á. Hann gagnrýnir aðila vinnumarkaðarins fyrir að spenna bogann of hátt í kjarasamningum. „Eftir niðurskurðinn komumst við ekki mikið lengra með samdrátt miðað við óbreyttar skilgreiningar á þjónustustigi ríkisins,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll segir að nauðsynlegt sé að komast lengra í endurreisn efnahagslífsins og það verði að gerast sem fyrst. Til þess að svo verði þurfi að endurhugsa hlutverk ríkisins frá grunni. „Það er engum til góðs að ríkisreksturinn veikist þvert yfir og verði illa fær um að gegna því hlutverki sem hann á að gegna. Við verðum að hugsa frá grunni hvað það er sem við eigum að gera, með hvaða hætti við skilgreinum ríkisreksturinn.“ Endurskoða umfangÁrni Páll segir hlutverk ríkisins að sinna ákveðnum kjarnaverkefnum. Öðrum málum eigi að útvista og koma á markað. Markmiðið sé að halda góðri þjónustu og helst að hún verði betri. Umfang rekstrarins þurfi að endurhugsa og það hvað hann kosti. „Það eru margar leiðir til og við þurfum að velta öllu fyrir okkur. Þarf ríkið að vinna öll verkefni sem það sinnir í dag? Við þurfum að skoða hverju væri betur fyrir komið annars staðar. Í því felast einnig tækifæri. Við getum til að mynda stutt við atvinnulífið með því að fela því að sinna stoð- og tækniþjónustu. Ríkið er að sinna upplýsingatækni með eigin starfsfólki. Er það endilega besta leiðin? Við getum búið til fjölbreyttari þjónustumarkað með því að ríkið skilgreini þau verkefni sem það vinnur sjálft og kaupi síðan þá þjónustu sem þarf að auki.“ Árni Páll segir að komið sé að þolmörkum í skattahækkunum og spyr hvort einhverjir skattar séu eftir sem menn treysti sér til að hækka. Það verði menn að hafa í huga þegar horft sé til umfangs ríkisrekstrarins. „Menn ræða gjarnan um að komið sé að sársaukamörkum í niðurskurði. En það er einnig hægt að nefna fjölmörg dæmi um hitt; að það sé bullandi óhagkvæmni í ríkisrekstrinum. Við höfum sameinað stofnanir og ráðuneyti en þurfum að ná meiri árangri í því. Markmiðið er að fækka í stjórnunarstöðum en ekki þeim sem veita þjónustuna.“ Sátt verður að nást um málið, að sögn Árna Páls, og koma vinnunni betur á skrið. Alþingi þurfi að taka betur hugmyndum um sameiningar stofnana til að almenningur fái meira fyrir skattpeningana sína. „Það verða að vera skýr markmið um sameiningar stofnana og við verðum að ætla ráðuneytunum að ná þeim. Þetta verður að vera niðurneglt og ófrávíkjanlegt, menn mega ekki ýta þessu á undan sér. Ráðuneytin verða að standa frammi fyrir því vali að annaðhvort sameini þau stofnanir eða skeri niður þjónustu.“ Óvissa á evrusvæðinuÁrni Páll segir óvissuna á evrusvæðinu auka enn á vanda Íslendinga. Ef erfiðleikarnir haldi áfram hafi það áhrif á útflutning Íslendinga og þá tekjuhlið sem sé grundvöllur ríkisfjármálanna. Betra sé að ganga lengra en skemmra í niðurskurði ríkisútgjalda, það eigi að vera sjálfstætt markmið. Áætlun um niðurskurð verði að vera trúverðug og til lengri tíma. Lönd þar sem efnahagsáætlunin byggi á óvissu lendi í vanda og því þurfi að beita hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður. „Ef erfiðleikar einstakra ríkja leiða til fjármálakreppu hefur það umtalsverð áhrif á okkur. Útflutningur okkar er viðkvæmur fyrir kaupmáttarrýrnun á evrusvæðinu. Við flytjum fyrst og fremst út munaðarvörur. Fiskurinn, ferðalög til Íslands og álið; allt er þetta munaður og við vitum af reynslu undanfarinna ára hvað gerist varðandi munaðarvörur í kreppu. Menn neita sér einfaldlega um þær.“ Horfast í augu við aðstæðurÁrni Páll segir málið tiltölulega einfalt. Tvær leiðir séu til þess að auka kaupmátt og aðeins önnur þeirra virki. „Önnur er að loka bara augunum fyrir staðreyndum, hækka laun þó að ekki sé innistæða fyrir því og auka þannig á verðbólguna og hækka vaxtakjör ríkisins. Hin leiðin, og sú eina rétta, er að horfast í augu við aðstæður og sýna raunveruleg útgjöld. Reksturinn verður síðan einfaldlega að miðast við þau.“ En er Árni Páll með þessum orðum að gagnrýna nýgerða kjarasamninga, sem meðal annars Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði fyrir hönd ríkisins? „ Nei ekki sérstaklega, hins vegar hef ég sagt að með kjarsamningunum í vor hafi boginn verið spenntur of hátt og þeir hafa haft í för með sér mikinn verðbólguþrýsting. Fyrirtæki í aðkrepptum greinum hafa nú þegar velt kostnaðinum út í verðlag, enda hafa þau enga aðra kosti. Þetta er veikleiki sem menn horfðust ekki í augu við. Hvað eiga greinar sem ekki ráða við svona hækkanir, svo sem verslunin, að gera annað en að ýta þessu út í verðlagið? Annaðhvort verður kakan að stækka eða við færum peningana frá einhverjum öðrum. Menn vonuðust til að fá hagvöxt en það verður að afla hans áður en búið er að eyða honum.“
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira