Innlent

Rekstur friðarsúlu á þrjár milljónir

Lennon-hjónin í New York skömmu áður en Bítillinn var myrtur árið 1980.
Lennon-hjónin í New York skömmu áður en Bítillinn var myrtur árið 1980.

Reykjavíkurborg hefur samþykkt að greiða þrjár millj­ónir króna á ári vegna reksturs friðarsúlu listakonunnar Yoko Ono í Viðey.



Orkuveitan og borgarráð ákváðu í fyrra að verja 15 milljónum hvor aðili til þess að kosta framkvæmdir við friðarsúluna sem reist verður samkvæmt hönnun Yoko Ono. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er kostn­aður við verkið kominn langt umfram fyrstu áætlanir, jafnvel að eitt hundrað milljónum króna, og Yoko hefur boðist til að greiða það sem á vantar auk þess sem hún gefur sína hugmyndavinnu við listaverkið sem ber heitið Imagine Peace Tower.



„Það er ótvíræður heiður að jafn virt og áhrifamikil listakona og friðarsinni og Yoko Ono skuli kjósa að starfa með Listasafni Reykjavíkur að þessu verkefni. Það er ekki síður mikilvægt að bún bjóðist til að gefa Reykjavíkurborg stærsta hlutann af verki sem væntanlega mun vekja athygli víða um heim og verða minnisvarði til framtíðar um það hlutverk í málefnum friðar sem Reykjavík og Ísland hafa gegnt og gera vonandi í enn ríkari mæli til framtíðar,“ segir menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur, í ósk um heimild borgarráðs til að ganga frá samningum við Yoko.



Listakonan gerir að skilyrði að borgin greiði kostnað við rekstur súlunnar og annist viðhald hennar. Þá vill hún að súlan verði tilbúin fyrir 9. október í haust. Annars dragi hún fjárframlag sitt til baka. Þennan tiltekna Ono hefði eiginmaður hennar, Bítilinn John Lennon, orðið 67 ára hefði hann lifað. Endaleg mynd af hönnun súlunnar er ekki fáanleg hjá Reykjavíkurborg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×