Erlent

Námumanna leitað eftir slys í kolanámu

Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga sex námumönnum sem festust í göngum í kolanámu í vesturhluta Utah, að sögn yfirvalda þar.

Talið er að atvikið hafi orðið eftir að jarðskjálfti upp á 4.0 á richter varð á nálægum slóðum. Náman er rekin af Utah American Energy og er staðsett í 225 kílómetra fjarlægð frá Salt Lake City.

Engin önnur slys eða tjón urðu af völdum jarðskjálftans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×