Leið vel að vera kominn í Valstreyjuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Pedersen markaði endurkomu sína í Pepsi-deildina með tveimur mörkum gegn Fram. fréttablaðið/valli Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, er leikmaður fjórðu umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann er nýkominn aftur til Valsmanna eftir að hafa slegið í gegn á Hlíðarenda á síðari hluta tímabilsins í fyrra. Þá skoraði hann fimm mörk í níu leikjum og var þá lánsmaður frá Vendsyssel í heimalandinu. Fyrir tæpri viku, á lokadegi félagaskiptagluggans, var skyndilega tilkynnt að Valur hefði komist að samkomulagi við félagið um kaup á Pedersen og kom hann hingað til lands um helgina. Magnús Gylfason, þjálfari Vals, setti Pedersen beint í byrjunarliðið og þakkaði hann fyrir sig með því að skora tvö mörk í 5-3 sigri liðsins á Val. „Þetta var frábær byrjun og gott fyrir mig enda hafði ég ekki spilað leik í byrjunarliði í meira en mánuð,“ sagði Pedersen í samtali við Fréttablaðið í gær.Vil skora fullt af mörkum „Mér leið vel að vera kominn aftur í Valstreyjuna. Ég vona bara að við höldum áfram á þessari braut en til þess þurfum við að bæta varnarleikinn. Það var frábært að skora fimm mörk í þessum leik en að sama skapi gengur ekki að fá þrjú mörk á okkur í hverjum leik.“ Hann hefur metnað til að standa sig vel í deildinni í sumar en veit ekki hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Ég vona að okkur takist að vera á meðal þriggja efstu liðanna í deildinni og að ég muni skora mikið af mörkum. Það eru þó bara fjórar umferðir búnar enn sem komið er og næsta verkefni er leikur gegn Stjörnunni á fimmtudag [á morgun]. Það verður erfiður leikur,“ bætir Pedersen við. Hann telur að Valsliðið sé betur skipað en í fyrra. „Það eru nokkrir nýjir leikmenn komnir og það er góð blanda af Íslendingum og erlendum leikmönnum í hópnum,“ segir hann.Vildi fá að spila meira Pedersen er 22 ára gamall og segir ástæðu þess að hann hafi tekið tilboði Vals að hann hafi viljað spila meira. „Ég var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjunum [hjá Vendsyssel] í vetur en svo á bekknum. Ég er því ánægður með að vera kominn til Vals en hvað gerist svo í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Ég einbeiti mér fyrst að þessu tímabili með Val.“ Sem fyrr segir kom hann með skömmum fyrirvara til landsins og deilir hann fyrst um sinn íbúð með þeim Matarr Jobe og Lucas Ohlander. „Ég er með lítið herbergi hjá þeim og slepp því við að sofa á dýnu á gólfinu,“ sagði hann í léttum dúr. „En ég vona að íbúðin mín verði tilbúin eftir nokkra daga.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, er leikmaður fjórðu umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann er nýkominn aftur til Valsmanna eftir að hafa slegið í gegn á Hlíðarenda á síðari hluta tímabilsins í fyrra. Þá skoraði hann fimm mörk í níu leikjum og var þá lánsmaður frá Vendsyssel í heimalandinu. Fyrir tæpri viku, á lokadegi félagaskiptagluggans, var skyndilega tilkynnt að Valur hefði komist að samkomulagi við félagið um kaup á Pedersen og kom hann hingað til lands um helgina. Magnús Gylfason, þjálfari Vals, setti Pedersen beint í byrjunarliðið og þakkaði hann fyrir sig með því að skora tvö mörk í 5-3 sigri liðsins á Val. „Þetta var frábær byrjun og gott fyrir mig enda hafði ég ekki spilað leik í byrjunarliði í meira en mánuð,“ sagði Pedersen í samtali við Fréttablaðið í gær.Vil skora fullt af mörkum „Mér leið vel að vera kominn aftur í Valstreyjuna. Ég vona bara að við höldum áfram á þessari braut en til þess þurfum við að bæta varnarleikinn. Það var frábært að skora fimm mörk í þessum leik en að sama skapi gengur ekki að fá þrjú mörk á okkur í hverjum leik.“ Hann hefur metnað til að standa sig vel í deildinni í sumar en veit ekki hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Ég vona að okkur takist að vera á meðal þriggja efstu liðanna í deildinni og að ég muni skora mikið af mörkum. Það eru þó bara fjórar umferðir búnar enn sem komið er og næsta verkefni er leikur gegn Stjörnunni á fimmtudag [á morgun]. Það verður erfiður leikur,“ bætir Pedersen við. Hann telur að Valsliðið sé betur skipað en í fyrra. „Það eru nokkrir nýjir leikmenn komnir og það er góð blanda af Íslendingum og erlendum leikmönnum í hópnum,“ segir hann.Vildi fá að spila meira Pedersen er 22 ára gamall og segir ástæðu þess að hann hafi tekið tilboði Vals að hann hafi viljað spila meira. „Ég var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjunum [hjá Vendsyssel] í vetur en svo á bekknum. Ég er því ánægður með að vera kominn til Vals en hvað gerist svo í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Ég einbeiti mér fyrst að þessu tímabili með Val.“ Sem fyrr segir kom hann með skömmum fyrirvara til landsins og deilir hann fyrst um sinn íbúð með þeim Matarr Jobe og Lucas Ohlander. „Ég er með lítið herbergi hjá þeim og slepp því við að sofa á dýnu á gólfinu,“ sagði hann í léttum dúr. „En ég vona að íbúðin mín verði tilbúin eftir nokkra daga.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira