Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað 30. júní 2011 07:00 Fullyrðingin „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn“ er hæpin að mati formanns SÍA. Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækjum eða samtökum sé neitað um auglýsingapláss í Leifsstöð. Ástæða þess að auglýsingar IFAW hafi verið samþykktar til að byrja með hafi verið sú að forsvarsmenn vallarins hafi ekki fengið að sjá auglýsingarnar fullgerðar. Einungis grundvallarhugmyndin hafi verið til staðar. Misskilningur hafi orðið til þess að þær fóru upp. „Upphaflega var auglýsingin sett upp án nokkurra skilaboða. Svo breyttu þeir henni án leyfis og þá var ákveðið að taka fyrir þær,“ segir Hjördís. „En það er vissulega óheppilegt að þær hafi farið upp til að byrja með.“ Hjördís segir aðgerðirnar engan veginn endurspegla viðhorf Isavia, eða hvort fyrirtækið sé með eða á móti hvalveiðum, eins og IFAW hafi haldið fram. Það sé alrangt. „Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu,“ segir hún. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við neitum auglýsingum sem hafa ekki þótt viðeigandi.“ Hjördís vill ekki gefa upp hvers eðlis þær auglýsingar voru. Í leigusamningi Isavia um auglýsingarými í flugstöðinni kemur fram að þær auglýsingar sem birtast skuli í einu og öllu fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt siðareglum um auglýsingar og mega á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. Isavia hafi óskoraðan rétt til að stöðva birtingu auglýsinga. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir fordæmi vera fyrir því að Isavia vilji ekki birta hvaða auglýsingar sem er. „Aðalatriðið er að geðþóttaákvarðanir mega ekki ráða því hvaða auglýsingar birtast,“ segir Ragnar. „En það er auðvitað undir hverjum og einum miðli komið hvað þeir birta.“ Hann segir auglýsingar IFAW ekki stangast á við siðareglur SÍA, þó sé fullyrðingin um að hvalir séu drepnir til þess að fæða ferðamenn, hæpin. sunna@frettabladid.is Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækjum eða samtökum sé neitað um auglýsingapláss í Leifsstöð. Ástæða þess að auglýsingar IFAW hafi verið samþykktar til að byrja með hafi verið sú að forsvarsmenn vallarins hafi ekki fengið að sjá auglýsingarnar fullgerðar. Einungis grundvallarhugmyndin hafi verið til staðar. Misskilningur hafi orðið til þess að þær fóru upp. „Upphaflega var auglýsingin sett upp án nokkurra skilaboða. Svo breyttu þeir henni án leyfis og þá var ákveðið að taka fyrir þær,“ segir Hjördís. „En það er vissulega óheppilegt að þær hafi farið upp til að byrja með.“ Hjördís segir aðgerðirnar engan veginn endurspegla viðhorf Isavia, eða hvort fyrirtækið sé með eða á móti hvalveiðum, eins og IFAW hafi haldið fram. Það sé alrangt. „Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu,“ segir hún. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við neitum auglýsingum sem hafa ekki þótt viðeigandi.“ Hjördís vill ekki gefa upp hvers eðlis þær auglýsingar voru. Í leigusamningi Isavia um auglýsingarými í flugstöðinni kemur fram að þær auglýsingar sem birtast skuli í einu og öllu fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt siðareglum um auglýsingar og mega á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. Isavia hafi óskoraðan rétt til að stöðva birtingu auglýsinga. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir fordæmi vera fyrir því að Isavia vilji ekki birta hvaða auglýsingar sem er. „Aðalatriðið er að geðþóttaákvarðanir mega ekki ráða því hvaða auglýsingar birtast,“ segir Ragnar. „En það er auðvitað undir hverjum og einum miðli komið hvað þeir birta.“ Hann segir auglýsingar IFAW ekki stangast á við siðareglur SÍA, þó sé fullyrðingin um að hvalir séu drepnir til þess að fæða ferðamenn, hæpin. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira