Sameinaðir skólar fá ný nöfn 30. júní 2011 06:30 Sameinaðar skólastofnanir í Reykjavík munu þurfa að finna ný nöfn, en að öllum líkindum munu gömlu nöfnin einnig fá að halda sér. Á myndinni sést Hvassaleitisskóli sem mun sameinast Álftamýrarskóla. Fréttablaðið/GVA Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu um að við sameiningu leikskóla eða grunnskóla verði fundið nýtt nafn á nýjan skóla. Það mun strax hafa áhrif á fjölmarga skóla þar sem fyrsta lota sameininga í skólakerfi borgarinnar tekur gildi strax á morgun. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið að þrátt fyrir þetta sé um leið líklegt að gömlu nöfnin fái að halda sér. „Stjórnsýslueiningin mun skipta um nafn en ég held að íhaldssemi okkar sé það mikil að við munum halda gömlu nöfnunum líka," segir Ragnar og vísar til nágrannabæjarins Seltjarnarness, þar sem enn sé talað um Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla þótt þeir hafi sameinast. Ragnar segist ekki óttast neikvæð viðbrögð vegna þessara breytinga þrátt fyrir að mörgum þyki auðvitað vænt um gömlu nöfnin. Einn grunnskóli hefur þegar skipt um nafn. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinuðust í húsnæði þess fyrrnefnda og heitir nýi skólinn Klettaskóli. Ragnar segist engin viðbrögð hafa fengið við þeirri breytingu.Ragnar Þorsteinsson Hann bætir við að þörf sé á nýju nafni vegna þess að sérstök stjórnsýsla í kringum sameinaða stofnun kalli á eitt nafn. Auk þess þyki það ekki góð hugmynd að hygla einu eldra skólanafni umfram annað. Skipaður verður starfshópur um ný nöfn á skólana, en leitað verður hugmynda frá grenndarsamfélagi hvers skóla áður en ákvarðanir verða teknar. Menntaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks voru ekki sáttir við tillöguna og sögðu í bókun á fundi ráðsins að þeir hefðu frekar kosið að sameinaðir skólar hefðu val um hvort ný nöfn væru tekin upp eða þeim gömlu haldið. „Til að mynda er ekki endilega eðlilegt að leikskólarnir Berg og Bakki sem eru sameinaðir og staðsettir tugi kílómetra frá hvorum öðrum [í Grafarvogi og á Kjalarnesi] séu með sömu nöfnin," segir í bókuninni. Þessir leikskólar skiptu þó um nafn í byrjun maí og heita nú Bakkaberg.- þj Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu um að við sameiningu leikskóla eða grunnskóla verði fundið nýtt nafn á nýjan skóla. Það mun strax hafa áhrif á fjölmarga skóla þar sem fyrsta lota sameininga í skólakerfi borgarinnar tekur gildi strax á morgun. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið að þrátt fyrir þetta sé um leið líklegt að gömlu nöfnin fái að halda sér. „Stjórnsýslueiningin mun skipta um nafn en ég held að íhaldssemi okkar sé það mikil að við munum halda gömlu nöfnunum líka," segir Ragnar og vísar til nágrannabæjarins Seltjarnarness, þar sem enn sé talað um Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla þótt þeir hafi sameinast. Ragnar segist ekki óttast neikvæð viðbrögð vegna þessara breytinga þrátt fyrir að mörgum þyki auðvitað vænt um gömlu nöfnin. Einn grunnskóli hefur þegar skipt um nafn. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinuðust í húsnæði þess fyrrnefnda og heitir nýi skólinn Klettaskóli. Ragnar segist engin viðbrögð hafa fengið við þeirri breytingu.Ragnar Þorsteinsson Hann bætir við að þörf sé á nýju nafni vegna þess að sérstök stjórnsýsla í kringum sameinaða stofnun kalli á eitt nafn. Auk þess þyki það ekki góð hugmynd að hygla einu eldra skólanafni umfram annað. Skipaður verður starfshópur um ný nöfn á skólana, en leitað verður hugmynda frá grenndarsamfélagi hvers skóla áður en ákvarðanir verða teknar. Menntaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks voru ekki sáttir við tillöguna og sögðu í bókun á fundi ráðsins að þeir hefðu frekar kosið að sameinaðir skólar hefðu val um hvort ný nöfn væru tekin upp eða þeim gömlu haldið. „Til að mynda er ekki endilega eðlilegt að leikskólarnir Berg og Bakki sem eru sameinaðir og staðsettir tugi kílómetra frá hvorum öðrum [í Grafarvogi og á Kjalarnesi] séu með sömu nöfnin," segir í bókuninni. Þessir leikskólar skiptu þó um nafn í byrjun maí og heita nú Bakkaberg.- þj
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira