Erlent

Nýr framvæmdastjóri AGS telur sig geta lært af Strauss-Kahn

Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands í fjögur ár. Hún tekur við stjórnartaumunum hjá AGS í næstu viku.
Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands í fjögur ár. Hún tekur við stjórnartaumunum hjá AGS í næstu viku. Mynd/AP
Christine Lagarde sem hefur verið útnefnd framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrst kvenna telur mikilvægt að hún hitti forvera sinn, Dominique Strauss-Kahn. Framkvæmdastjórastaðan losnaði þegar Strauss-Kahn sagði af sér í síðasta mánuði eftir að hann var ákærður fyrir að hafa reynt að nauðga hótelþernu í New York. Í fyrradag var greint frá því að Lagarde mun taka við embættinu.

Lagarde segist vilja hitta Strauss-Kahn leyfi bandarísk yfirvöld það á annað borð. „Ég vil eiga langt og gott samtal við hann. Ég tel að eftirmaður eigi að fara yfir málin með forvera sínum.“ Þá segist hún geta lært Strauss-Kahn þegar kemur að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Lagarde hefur verið fjármálaráðherra Frakklands í fjögur ár, og mun taka við stjórnartaumunum hjá AGS hinn 5. júlí. Hennar bíða ærin verkefni, þar á meðal skuldvandi Grikkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×