Öruggur sigur United á Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 14:19 Wes Brown kemur United yfir í fyrri hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna. Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna.
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira