Öruggur sigur United á Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 14:19 Wes Brown kemur United yfir í fyrri hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna. Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna.
Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira