Öruggur sigur United á Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 14:19 Wes Brown kemur United yfir í fyrri hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna. Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Sjá meira
Manchester United vann í dag 3-0 sigur á Liverpool sem lék manni færri í seinni hálfleik eftir að Javier Mascherano var vikið af velli í lok þess fyrri. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Það var Wes Brown sem kom United á 34. mínútu en meira jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari. United var þó án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum og uppskar tvö síðbúin mörk í síðari hálfleik, frá Cristiano Ronaldo og Nani. United er því með sex stiga forystu á topp deildarinnar en hún mun minnka eftir leik Chelsea og Arsenal sem hefst klukkan 16.00. Byrjunarlið Liverpool var óbreytt frá sigur liðsins á Reading í vikunni en það þýddi að Ryan Babel hélt sæti sínu á miðjunni. Liverpool hafði fyrir leikinn ekki unnið United í síðustu sjö deildarleikjum liðsins en Ronaldo hafði heldur ekki skorað gegn Liverpool í jafnmörgum leikjum. United er þar að auki annað tveggja úrvalsdeildarliða sem Liverpool hefur ekki unnið undir stjórn Rafael Benitez - hitt er Birmingham. Hjá United voru þeir Edwin van der Sar og Rio Ferdinand komnir í byrjunarliðið á nýjan leik en þeir Carrick, Anderson, Scholes, Giggs og Ronaldo á miðjunni með Rooney frammi. Fyrsta færið kom á sjöttu mínútu er Rooney var við það að komast einn gegn Reina markverði en sá síðarnefndi sá við hinum eftir að Carragher hafði sett mikla pressu á Rooney. Ronaldo átti síðan skot af stuttu færi í utanverða stöngina um miðjan hálfleikinn en Gerrard svaraði fyrir Liverpool með góðu skoti sem fór rétt yfir markið skömmu síðar. United hafði verið duglegt að dæla háum boltum inn á teig og eftir eina slíka sendingu frá Giggs frá vinstri var Wes Brown á undan Reina í boltann og skallaði í markið. Markið kom á 34. mínútu. Til að gera illt verra fékk Javier Mascherano sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Liverpool átti aukaspyrnu og einhverra hluta vegna hljóp Mascherano að Steve Bennett, dómara leiksins, til að rífast í honum. Mascherano uppskar gult og sá argentínski missti algerlega stjórn á skapinu. Hann lét Bennett heyra það og þurfti nokkra starfsmenn Liverpool til að róa hann niður. Á endanum kom Benitez sjálfur til að reyna að lægja öldurnar. Liverpool fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik og United hafði þó nokkra yfirburði. Á 72. mínútu fengu heimamenn gott færi er Rooney tók vænan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir Anderson sem var einn á auðum sjó en skaut hátt yfir. Skömmu síðar kom Carlos Tevez inn á og var ekki lengi að koma sér í færi. Reina sá hins vegar við honum. Á 79. mínútu fékk Ronaldo boltann og var einn gegn Reina í markinu. En ótrúlega nokk tókst honum ekki að skora, heldur varði Reina í slána og yfir. Ronaldo var á mörkunum að vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft og því hornspyrna dæmd. Upp úr henni skoraði svo Ronaldo loksins gegn Liverpool, og var sýnilega létt. Forysta United var verðskulduð og aðeins tveimur mínútum síðar var Nani búinn að bæta við þriðja markinu með glæsilegu skoti eftir laglegan samleik við Rooney. Nani kom inn á sem varamaður á sama tíma og Tevez og átti einnig hornspyrnuna sem gaf annað mark United. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan sætur sigur United-manna.
Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Sjá meira