Íbúar á Hvolsvelli óánægðir með skerta heilsugæsluþjónustu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Halda á íbúafund á Hvolsvelli á mánudag vegna óánægju með skertan opnunartíma heilsugæslunnar í bænum. „Um langt skeið hefur sveitarstjórn reynt að fá fund með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til þess að fá útskýringar á því hvers vegna Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli var ekki opnuð eins og gert var ráð fyrir 1. september síðastliðinn," segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. "Það var ekki fyrr en við vorum búin að fara tvisvar sinnum á fund forstjóra sem stöðin var opnuð – en það var 16. nóvember og þá með skertum opnunartíma." Ísólfur Gylfi segir að í stað þess að vera opin alla virka daga á veturna eins og áður tíðkaðist sé heilsugæslan á Hvolsvelli nú aðeins opin þrjá daga í viku. Hann bendir á að fyrir nokkrum árum hafi sveitarfélagið gert heilsufarssamninga við HSU sem feli í sér að starfsmenn sveitarfélagsins fá þjónustu alla virka daga milli klukkan átta og níu í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli. "Það gefur auga leið að með takmarkaðri opnun er ekki staðið við samninginn af hálfu HSU," segir Ísólfur Gylfi sem kveður forstjóra HSU munu mæta á íbúafundinn til að skýra afstöðu stofnunarinnar. Búast má við talsverðum fjölda á íbúafundinum miðað við að síðdegis í gær höfðu 186 manns þegar skrifað undir skjal á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem þess er krafist að skerðingin á opnunartímanum verði dregin til baka. "Öll óvissa í þessum málaflokki reynir mjög á íbúa," segir í bréfi þar sem sveitarstjórnin býður fulltrúum HSU á íbúafundinn á mánudag. Í bréfinu kemur fram að forstjóri HSU telji þjónustuna á Hvolselli hafa verið bætta en að því sé sveitarstjórnin ósammála. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Halda á íbúafund á Hvolsvelli á mánudag vegna óánægju með skertan opnunartíma heilsugæslunnar í bænum. „Um langt skeið hefur sveitarstjórn reynt að fá fund með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til þess að fá útskýringar á því hvers vegna Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli var ekki opnuð eins og gert var ráð fyrir 1. september síðastliðinn," segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. "Það var ekki fyrr en við vorum búin að fara tvisvar sinnum á fund forstjóra sem stöðin var opnuð – en það var 16. nóvember og þá með skertum opnunartíma." Ísólfur Gylfi segir að í stað þess að vera opin alla virka daga á veturna eins og áður tíðkaðist sé heilsugæslan á Hvolsvelli nú aðeins opin þrjá daga í viku. Hann bendir á að fyrir nokkrum árum hafi sveitarfélagið gert heilsufarssamninga við HSU sem feli í sér að starfsmenn sveitarfélagsins fá þjónustu alla virka daga milli klukkan átta og níu í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli. "Það gefur auga leið að með takmarkaðri opnun er ekki staðið við samninginn af hálfu HSU," segir Ísólfur Gylfi sem kveður forstjóra HSU munu mæta á íbúafundinn til að skýra afstöðu stofnunarinnar. Búast má við talsverðum fjölda á íbúafundinum miðað við að síðdegis í gær höfðu 186 manns þegar skrifað undir skjal á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem þess er krafist að skerðingin á opnunartímanum verði dregin til baka. "Öll óvissa í þessum málaflokki reynir mjög á íbúa," segir í bréfi þar sem sveitarstjórnin býður fulltrúum HSU á íbúafundinn á mánudag. Í bréfinu kemur fram að forstjóri HSU telji þjónustuna á Hvolselli hafa verið bætta en að því sé sveitarstjórnin ósammála.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira