Innlent

Lentu í miðju átakanna í Aþenu - Eins og að ganga á vegg

Mótmælendur flýja táragas. Myndin er tekin í Aþenu í gær.
Mótmælendur flýja táragas. Myndin er tekin í Aþenu í gær. Mynd/AP
Tvær íslenskar systur á þrítugsaldri, Agnes og Aníta Guðjónsdætur, lentu í iðu átakanna í gær á Syntagmatorginu fyrir framan þinghúsið í Aþenu. Þær fengu yfir sig táragas en varð að öðru leyti ekki meint af.

„Þegar við komum út úr lestarstöðinni var það eins og að ganga á vegg,“ segir Agnes. „Maður gat ekki andað og sveið í augun, þannig að fólk fór bara aftur niður í næstu lest.“

Þær þurftu að fara eftir krókaleiðum heim á hótel sitt, sem er skammt frá Syntagmatorginu. „Hér eru næstum því allar götur lokaðar, lögga á hverju horni og aðeins nokkrar lestir sem ganga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×