Innlent

Vill eignir Björgólfs aftur í hendur Reykjavíkurborgar

Frá borgarstjóradögum Ólafs F. Magnússonar.
Frá borgarstjóradögum Ólafs F. Magnússonar.

Borgarfulltrúi Frjálslynda Flokksins, Ólafur F. Magnússon, vill að Reykjavíkurborg eignist lóðir félaga og fyrirtækja í eigu Björgólfsfeðga, helst með litlum sem engum kostnaði.

Orðrétt segir Ólafur: „Borgin ætti því að fá tækifæri til að fá aftur forræði yfir þessum eignum gegn litlu sem engu gjaldi, enda skulda eigendur þeirra almenningi í raun margfalt meira með þeirri fjármálaóráðsíu sem þeir ætla almenningi að borga!"

Ólafur segir að Björgólfsfeðgar eiga að fá tækifæri til þess að bæta fyrir gjarðir sínar, án þess að útskýra hverjar þær séu, í stað þess að refsilöggjöf nái yfir þá.

„[...] þessir sömu aðilar hafa með ósvífnum hætti auðgast á kostnað fólksins í landinu og betra fyrir alla aðila að þeir geti bætt fyrir misgjörðir sínar en að þeim sé komið á bak við lás og slá," segir Ólafur í tilkynningu.

Hann segir að þó hann hafi verið borgastjóri þegar samþykkt hafi verið að selja eignina við Fríkirkjuveg til Björgólfs Thors, þá hafi hann alltaf lagst gegn málinu.

„Í veikindaleyfi mínu árið 2007 vildi staðgengill minn og að eigin mati arftaki minn sem oddviti F-listans, Margrét Sverrisdóttir, ólm selja þeim Landsbankamönnum í Novator húseignina að Fríkirkjuvegi 11," segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×