Innlent

Fimmtán prófmál vegna gengistryggðra lána

Björn Þorri Viktorsson
Björn Þorri Viktorsson

Hópur lögmanna ætlar að láta reyna á lögmæti gengistryggðra lána fyrir dómstólum. Bönkunum og jafnvel stjórnvöldum verður stefnt fyrir hönd íslenskra lántakenda. Einn þeirra er lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson.

Lögmenn í Laugardal auglýsa nú eftir þáttakendum í eins konar hópmálsókn gegn gömlu bönkunum. Safna á saman hópi fólks og höfða svo um 15 prófmál til að láta reyna á álitaefni sem upp hafa komið síðan bankahrunið skall á.

Á meðal þess sem prófmálunum er ætlað að að útkljá er hvort lántakendur eigi skaðabótakröfu gegn „gömlu bönkunum" vegna árása þeirra á íslensku krónuna. Hvort forsendur lánasamninga séu brostnar vegna óeðlilegra afskipta þeirra af gengi krónunnar og hvort samningsforsendur hafi breyst svo mikið að lánasmaningum skuli vikið til hliðar.

Þá eru einnig uppi efasemdir hvort gengistryggðu lánin séu hreinlega lögleg.

Nánari upplýsingar um hópmálsóknina má finna llaw.is en þar er einnig hægt að skrá sig til þáttöku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×