Erlent

Að minnsta kosti 17 féllu í Kína

Að minnsta kosti 17 manns fórust í jarðskjálfta upp á 5,5 á richter sem reið yfir austurhluta Kína í fyrrinótt. (LUM) Þá er talið að hundruð manna séu slasaðir eftir skjálftann og misstu að minnsta kosti þrjú þúsund manns heimili sín. Mestar urðu skemmdir í borginni Wuhan í Hubei sýslu.

Björgunarmenn hafa síðan unnið að því að koma upp búðum fyrir þá sem misstu heimili sín og hefur að sögn yfirvalda gengið vel að koma matar og drykkjarbirgðum til fólksins. Þá hafa lyf einnig verið send á hamfarasvæðin. Tjón var völdum skjálftans er metið á milljarða króna og verður strax hafist handa við að koma hlutum í eðlilegt horf á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×