Innlent

Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins

MYND/E.Ól

Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar.

Í tilkynningu geðsviðs Landspítalans segir að öllum fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkur, sem leitað hafi til geðsviðsins, hafi staðið til boða sálfræðiaðstoð. Sálfræðiviðtöl utan stofnunarinnar hafi staðið einstaklingum til boða þeim að kostnaðarlausu.

Þá hafi bráðaþarfir fyrrverandi vistmanna Byrgisins, sem leitað hafa til geðsviðs LSH, verið metnar og við þeim brugðist eins vel og hægt er. Þar geti til dæmis verið um að ræða innlagnir eða meðferð við fíkniefnavanda auk hjálpar til að nálgast bráða félagslega þjónustu eða önnur úrræði sem fyrir hendi eru utan stofnunarinnar. Hins vegar hafi geðdeildin ekki yfir að ráða neinum sértækum félagslegum úrræðum eins og húsnæði fyrir þennan hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×