Íslenski boltinn

Heimir: Valur er víti til varnaðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Vilhelm

„Það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum að byrja mótið. Núna er hinu skemmtilega íslenska undirbúningstímabili loksins lokið og menn klárir í bátana," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.

Titilvörn FH-inga hefst í kvöld í Keflavík en Keflavík þurfti að sætta sig við silfur eftir dramatíska lokaumferð í fyrra.

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur landsins. Það er ágætt að byrja bara á honum því við hefðum þurft að fara þangað fyrr en síðar. Þetta verður erfitt enda er Keflavík með hörkulið og hefur styrkt sig á síðustu metrunum með sterkum markverði og miðverði," sagði Heimir.

FH er heitasta liðið landsins um þessar mundir rétt eins og Valur var í fyrra þegar liðið þurfti að sækja Keflavík heim í fyrstu umferð. Það var ekki ferð til fjár hjá Valsmönnum enda voru þeir flengdir í leiknum.

„Við erum meðvitaðir um það og Valur er víti til varnaðar. Við munum passa okkur á því að vera ekki teknir í bólinu," sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×