Enski boltinn

Rooney var heill á HM

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Rooney fann sig ekki á HM.
Rooney fann sig ekki á HM.
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur sagt að hann hafi verið í góðu standi allt Heimsmeistaramótið en fjölmiðlar voru duglegir að tala um að hann væri ekki fullkomlega heill og það væri ástæðan fyrir lélegri frammistöðu leikmannsins.

Rooney átti frábært tímabil með United á síðustu leiktíð og skoraði 26 mörk í 32 leikjum. Hann náði þó ekki að finna markaskónna í Suður Afríku og skoraði ekki mark fyrir England á HM.

„Rooney var fullkomlega heill. Hann sagðist ekki hafa verið í svona góðu formi í hálft ár," sagði náinn vinur hans við The People.

„Ef að hann hefði verið meiddur á HM er ljóst að hann hefði aldrei tekið þessa spretti sem að hann tók gegn Þýskalandi. Formið var í lagi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×