Fótbolti

Nýi og gamli Robinho báðir í stuði stórsigri Santos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar heilsar Ronaldo fyrir leik þeirra um daginn.
Neymar heilsar Ronaldo fyrir leik þeirra um daginn. Mynd/AFP
Santos er komið með níu tær í átta liða úrslit brasilísku bikarkeppninnar eftir 8-1 sigur á Guarani í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Robinho, í láni frá Manchester City og Neymar, kallaðir hinn nýi Robinho, fóru hreinlega á kostum í leiknum.

Hinn ungi Neymar skoraði fimm mörk í leiknum, þrjú í fyrri og tvö í seinni, en Robinho lét sér nægja að skora tvö mörk. Santos-liðið er búið að skora 53 mörk í síðustu tíu leikjum sínum.

Neymar er 18 ára gamalla og er undir smásjánni hjá mörgum stórliðum í Evrópu en heyrst hefur frá áhuga frá liðum eins og Manchester City, Manchester United, ACMilan, Real Madrid, Arsenal F.C., F.C. Barcelona og Chelsea.

Þótt að fleiri hafi kallað hann hinn nýja Robinho hafa sumir þorað að ganga svo langt að kalla hann hinn nýja Pele en Pele lék einmitt nánast allan sinn feril fyrir Santos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×