Miðjumaðurinn Diana Matheson tryggði kanadíska landsliðnu bronsið í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í London í dag þegar hún skoraði eina markið í leiknum um þriðja sætið á móti Frökkum.
Kanadíska liðið tapaði á grátlegan hátt í lok framlengingarinnar á móti Bandaríkjunum í undanúrslitunum en nú var komið að þeim að skora sigurmark í blálokin.
Diana Matheson hafði heppnina með sér í sigurmarkinu þegar skot félaga hennar Sophie Schmidt hrökk af varnarmanni og fyrir fætur hennar í vítateignum.
Þetta eru fyrstu verðlaun Kanadamanna í hefðbundni liðsíþrótt á Ólympíuleikum síðan að körfuboltalið þjóðarinnar vann silfur á ÓL í Berlín 1936.
Frönsku stelpurnar voru sterkari í seinni hálfleiknum, Gaetane Thiney skaut í stöngina á 62. mínútu og Elodie Thomis skaut í slánna stuttu síðar. Kanadískur varnarmaður bjargaði líka á línu en inn vildi boltinn ekki.
Bandaríkin og Japan spila um gullið seinna í kvöld.
Kanadísku stelpurnar tryggðu sér bronsið í uppbótartíma
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
