Erlent

Myndir valda hugarfarsbreytingu

Hugarfarsbreyting kann að vera í vændum hjá stórum hluta serbnesku þjóðarinnar eftir að myndir af fjöldamorði á bosnískum múslimum í bænum Srebrenica árið 1995 voru birtar. Saksóknarar við stríðsglæpadómsstólinn í Haag sýndu myndbandið við réttarhöldin yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, á miðvikudaginn og um kvöldið var það svo sýnt í Serbíu. Margir Serbar hafa ekki viljað horfast í augu við voðaverkin sem unnin voru í stríðinu og því hefur gengið illa að handsama eftirlýsta stríðsglæpamenn. Í gær létu hins vegar viðbrögðin við myndunum ekki á sér standa því þá voru tíu meintir stríðsglæpamenn handteknir í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×