Erlent

Samnorrænt stéttarfélag Nordea

Starfsmenn Nordea, stærsta banka á Norðurlöndum, hyggjast stofna stéttarfélag sem mun starfa yfir norræn landamæri. Félagið mun starfa í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Stéttarfélagið hefur fengið nafnið Nordea Union. Það mun ekki gera almenna kjarasamninga en leggja áherslu á samstarfssamninga sem tengjast öllum starfsmönnum bankans. Með stofnun Nordea Union styrkja starfsmenn stöðu sína í samstarfinu við yfirstjórn bankans. Félagið mun meðal annars ræða útvistun verkefna í samstæðunni og semja við yfirstjórn bankans um starfsmannamál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×