Erlent

Snúið bökum saman

Palestínumenn og gyðingar slógust hlið við hlið við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum í dag. Hundruð Palestínumanna og gyðinga komu saman í þorpinu Bilin til þess að mótmæla aðskilnaðarmúrnum sem verið er að reisa til að skilja landsvæði Palestínumanna frá Ísrael. Hersveit var send á vettvang og þegar mótmælendurnir hlýddu ekki skipunum um að hafa sig á brott kom til slagsmála. Ekki urðu nein alvarleg meiðsl á fólki.  Þetta er í fyrsta skipti sem gyðingar mæta svona fjölmennir í mótmæli Palestínumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×